Almennir viðskiptaskilmálar Mango Studio Ehf.

Inngangur að almennum viðskiptaskilmálum Mango Studio Ehf. („Studio Mango ).
Hér á eftir fara almennir viðskiptaskilmálar Studio Mango  sem gilda skulu um viðskipta- og samningskjör Mango Studio Ehf.

Studio Mango áskilur sér einhliða rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum og munu breytingar verða tilkynntar með 30 daga fyrirvara.
Viðskiptaskilmálar þessir taka gildi 1. janúar 2023.

1. Skilgreiningar

Búnaður er samheiti fyrir hvers kyns vél- og hugbúnað.
Birgi er hver sá aðili sem selur Studio Mango þjónustu sem ætlaðar eru til endursölu af hálfu Studio Mango
EULA þýðir „End User License Agreement“ en um er að ræða viðskiptaskilmála birgja eða framleiðanda við endanlega kaupanda vöru.
Framleiðandi er hver sá aðili sem framleiðir vörur sem Studio Mango hefur til endursölu.
Hugbúnaður er samheiti yfir hvers konar setningar, skipanir og forrit í véllesanlegu eða prentuðu formi sem lúta að notkun gagnavinnslukerfa auk tilheyrandi skjölunar s.s. tæknilýsinga, handbóka, kennsluefnis og leiðbeininga.
Leyfisgjald er gjald fyrir nytjaleyfi til notkunar á tilteknum hugbúnaði.
Nytjaleyfi er leyfi til notkunar á tilteknum hugbúnaði í samræmi við skilmála samnings.
Samningur er samheiti fyrir hvers konar samning sem gerður er á milli Studio Mango og viðskiptavinar.
Samningsviðaukar eru viðaukar gerðir við einstaka samninga.
Sértækir viðskiptaskilmálar eru viðskiptaskilmálar um einstakar vörur eða þjónustur í boði hjá Studio Mango
SPLA þýðir „Service Provider License Agreement“ en um er að ræða viðskiptaskilmála birgja eða framleiðanda við endanlegan eiganda búnaðar.
Staðlaður hugbúnaður er fjöldaframleiddur hugbúnaður án séraðlögunar.
Uppfærslugjald er verð fyrir rétt til uppfærslna á hugbúnaði samkvæmt nánar tilgreindum skilyrðum samnings.
Uppfærsluréttur þýðir leyfi til að nota uppfærslur og nýjar útgáfur af hugbúnaði í samræmi við skilmála samnings.
Vara er samheiti fyrir hvers kyns hugbúnað eða aðra vörutegund sem Studio Mango selur.
Vélbúnaður eru hvers kyns tæki sem notuð eru til gagnavinnslu og annarra skyldra nota.
Viðskiptaskilmálar er samheiti fyrir almenna og sértæka viðskiptaskilmála Studio Mango
Þjónusta getur verið af hvaða tagi sem er og veitt af Studio Mango til viðskiptavinar á grundvelli samnings á milli aðila.
Þjónustugjald er gjald fyrir þjónustu sem veitt er samkvæmt sérstökum þjónustusamningi.


2. Gildissvið

Undir viðskiptaskilmála þessa falla öll viðskipti og samningar Studio Mango og þar á meðal tilboð, við þriðja aðila um kaup á vöru og þjónustu, nema um annað sé samið með skriflegum hætti.
Sértækir viðskiptaskilmálar á tilteknum sviðum geta einnig átt við um viðskipti og samninga Studio Mango við þriðja aðila um kaup á vöru og þjónustu. Viðskiptaskilmálarnir eru ófrávíkjanlegir og gilda um öll þau atriði sem fram í þeim koma, nema sérstaklega sé um þau samið með skriflegum hætti. Skulu allar breytingar á samningsskjölum vera skriflegar og undirritaðar.
Frávik frá viðskiptaskilmálunum teljast ekki samþykkt af hálfu Studio Mango fyrr en undirritað samþykki Studio Mango liggur fyrir.

Um kaup einstaklinga utan atvinnurekstrar á hvers kyns vöru og/eða þjónustu gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000, ef ákvæði þeirra laga eru slíkum aðilum hagstæðari en þessir viðskiptaskilmálar kveða á um.
Kaup á hvers kyns vöru eru almennt háð lögum um lausafjárkaup nr.50/2000, þar sem ákvæðum þessara skilmála, samningi eða viðskiptavenju milli aðila sleppir.

3. Samningur

Samningur telst kominn á þegar samningur, samningsviðauki eða eftir atvikum tilboð hefur verið undirritað(ur) eða eftir atvikum samþykkt(ur) skriflega af báðum aðilum með öðrum hætti, til dæmis með samþykki á tilboði í tölvupósti.

3.1 Gildistími tilboðs
Studio Mango ákveður gildistíma tilboðs og telst ekki bundið af tilboði hafi það ekki verið samþykkt af viðskiptavini með formlegum hætti (þar á meðal með samþykki í tölvupósti) innan gildistíma þess.

3.2 Gildistími samninga
Ef ekki er kveðið á um gildistíma samnings í samningi á milli aðila, skal samningur gilda í 12 mánuði og vera óuppsegjanlegir á þeim tíma. Að þeim tíma liðnum skal samningur framlengjast um ár í senn, en vera uppsegjanlegur hvenær sem er á þeim tíma í samræmi við ákvæði 3.3 í þessum skilmálum.

3.3 Uppsagnarfrestur
Ef ekki er kveðið á um uppsagnarfrest samninga í samningi á milli aðila, skal uppsagnarfrestur samnings vera 3 mánuðir. Uppsögn tekur gildi um mánaðarmót eftir að hún berst og byrjar þá uppsagnarfrestur að líða. Uppsögn skal vera skrifleg og afhent með sannanlegum hætti.

3.4 Misræmi í skilmálum
Ákvæði sértækra viðskiptaskilmála, samninga og samþykktra tilboða skulu ganga framar almennu viðskiptaskilmálum þessum.

4. Endurgjald og greiðsluskilmálar

4.1 Gjaldtaka
Um endurgjald fyrir vöru og/eða þjónustu skal fara eftir gildandi gjaldskrá fyrir hverja vöru/og eða þjónustu Studio Mango á hverjum tíma, nema um annað sé samið sérstaklega.

4.2 Staðgreiðsla
Vörur og/eða þjónustu skal staðgreiða nema um annað hafi verið samið sérstaklega. Annar greiðslumáti en samkvæmt greiðsluseðlum eða reikningi telst ófullnægjandi.

4.3 Greiðslukortaviðskipti
Hafi verið samið um greiðslur með greiðslukorti skal kaupandi tilgreina greiðslukort sem nota skal til að gjaldfæra fyrir mánaðarlegum gjöldum í samræmi við gjaldskrá hverju sinni. Ef ekki tekst að gjaldfæra á kreditkort útistandandi gjöld á eindaga öðlast seljandi rétt til að senda kaupanda greiðsluseðil fyrir útistandandi gjöldum. Við slík vanskil reiknast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags.

4.4 Reikningsviðskipti
Hafi verið samið um annan greiðslumáta en staðgreiðslu eða greiðslur með greiðslukorti skal Studio Mango senda út reikning fyrir selda vöru og/eða þjónustu. Reikningar frá Studio Mango skulu vera sundurliðaðir og eftir atvikum studdir fylgiskjölum til þess að unnt sé að sannreyna þá. Gjalddagi reiknings er fjórtán dögum eftir útgáfu reiknings og eindagi sex dögum eftir gjalddaga. Reiknast dráttarvextir á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Við vanskil reikninga reiknast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags.
Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast fjármálasviði Studio Mango innan 30 daga frá útgáfudegi reiknings. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptamanni einungis heimilt að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er um.

4.5 Aukaverk
Aukaverk teljast öll verk sem ekki falla innan samnings. Slík verk eru háð sérstöku samkomulagi á milli aðila og eru reikningsfærð sérstaklega samkvæmt tímagjaldi. Fyrir slíka vinnu skal greitt samkvæmt gjaldskrá Studio Mango eins og hún er á hverjum tíma, nema um annað hafi verið samið í samningi. Ef nauðsynlegt er skal Studio Mango vera heimilt að grípa til aðgerða til varnar tjóni fyrir viðskiptavin án samþykkis hans og skal farið með slíkar aðgerðir sem aukaverk. Óski viðskiptavinur eftir úttekt á þeim kerfum sem Studio Mango hefur í rekstri, verkefnum sem Studio Mango vinnur eða þjónustu sem Studio Mango veitir skal greitt fyrir slíka vinnu samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni.

4.6 Breytingar á gjaldskrá og umsömdum gjöldum
Studio Mango áskilur sér einhliða rétt til að endurskoða þjónustugjöld, uppfærslugjöld og leyfisgjöld á grundvelli eftirfarandi þátta, nema um annað sé samið á milli aðila. Slíkar breytingar geta haft áhrif á mánaðarleg gjöld samnings:
1) Mánaðarlegt gjald vegna endursölu á hugbúnaði eða annarri vöru eða þjónustu sem keypt er beint af birgja á samningstíma og tilgreint er í verðtilboði endurskoðast reglulega gagnvart:
gengi þess gjaldmiðils sem innkaup eiga sér stað í og breytingum á gjaldskrá hlutaðeigandi birgis.
2) Almenn gjaldskrá vegna vinnu sérfræðinga er endurskoðuð reglulega með tilliti til breytinga á kostnaði Studio Mango við að þjónusta viðskiptavini.
3) Önnur gjöld eru uppfærð reglulega samkvæmt breytingum á neysluverðsvísitölu. Ef grunngildis vísitölunnar er ekki getið í samningi, skal miðað við grunngildi hennar þann dag sem samningur var undirritaður á milli aðila. Afsláttarkjör viðskiptavinar breytast ekki nema með samkomulagi beggja samningsaðila.

5. Sala á þjónustu

5.1 Verksamningar
Verksamningar gilda á meðan að vinnslu verkefnis stendur. Verksamningur er óuppsegjanlegur á samningstímabili nema ákvæði um riftun eigi við eða
aðilar hafi sérstaklega samið um annað. Gjald fyrir verksamninga skal vera samningsatriði hverju sinni og koma fram í grunnsamningi, samningsviðauka eða eftir atvikum tilboði.

5.2 Þjónustusamningar og þjónustustigssamningar
Þjónustusamningar og þjónustustigssamningar eru samningar sem gerðir eru á milli Studio Mango og viðskiptavinar um tiltekna þjónustu af hálfu Studio Mango  Slíkir samningar geta ýmist verið séraðlagaðir fyrir viðskiptavin eða staðlaðir fyrir ákveðna þjónustu eða vöru. Ákvæði þessara samninga innihalda markmið um ákveðið þjónustustig en ekki loforð, nema slíkt sé sérstaklega tekið fram í samningnum. Hvor samningsaðili um sig ber ábyrgð á störfum starfsmanna sinna, er koma að framkvæmd þjónustusamninga og þjónustustigssamninga.
Studio Mango getur að eigin vali ráðstafað starfsmönnum sínum til að veita þjónustu samkvæmt samningnum eða fengið til þess undirverktaka eða starfsmenn þriðja aðila. Gerð samnings stendur ekki í vegi fyrir því að Studio Mango eða undirverktakar þess leysi af hendi hliðstæð þjónustuverkefni fyrir aðra aðila.

6. Hýsingarþjónusta

Samningur um hýsingu er samningur sem gerður er á milli Studio Mango og viðskiptamanns um hýsingu á vélbúnaði, rafrænum gögnum og eftir atvikum rekstur á upplýsingatæknikerfum.

6.1 Lögmæti hýstra gagna
Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að gögn sem Studio Mango hýsir fyrir viðskiptavin brjóti ekki gegn ákvæðum þessara skilmála, lögum eða réttindum annarra. Komi til slíkra brota getur Studio Mango gripið til aðgerða sem heimilaðar eru lögum samkvæmt eins og t.d. að fjarlægja eða hindra aðgang að gögnum sbr. 14. gr. laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. 6.2 Óheimilar aðgerðir
Það er með öllu óheimilt að nota, hvetja til, auglýsa, hafa milligöngu um eða leiðbeina öðrum að nota þjónustuna í hvers kyns ólögmætum, skaðlegum tilgangi eða tilgangi sem brýtur gegn almennu velsæmi. Þá er óheimilt að miðla, vista eða varðveita, sýna, dreifa eða með einhverjum öðrum hætti gera aðgengilegt efni sem er ólöglegt, skaðlegt, eða brýtur gegn almennu velsæmi eða réttindum annarra. Eftirfarandi aðgerðir eru með öllu óheimilar: Að trufla notkun annarra notenda sem nýta sér þjónustuna, gera eitthvað sem veldur óeðlilega miklu álagi á þjónustuna og tölvukerfið eða truflar eðlilegt aðgengi annarra notenda að þjónustunni; Að trufla, skerða eða á nokkurn hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina með hvers kyns aðferðum, þar á meðal en ekki takmarkað við aðgerðir eins og óumbeðin fjöldadreifing á upplýsingum, hvers konar netárásir, vefskrið (e. crawling) og skönnun þjóna og netumhverfa, dreifingu og notkun sjálfvirks hugbúnaðar, forrita eða annars konar sjálfvirkra aðferða (s.s. spilliforrita eða veiru) í þeim tilgangi að fá óheimilan aðgang að umhverfi Studio Mango eða viðskiptavina Studio Mango  Að villa á sér heimildir í samskiptum, hvort sem um er að ræða tölvupóstsamskipti eða annars konar samskipti; Að reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina (e. reverse engineer) á annan hátt undirliggjandi forritskóða (e. source code) út frá þeim hugbúnaði sem er notaður er í kerfum Studio Mango  Ef notandi fær að öðrum ástæðum aðgang að undirliggjandi forritunarkóða, s.s. vegna bilunar þá ber honum að tilkynna slíkt án tafar á netfangið Studio Mango Studio Mango is; Að trufla, skerða eða á nokkurn hátt nýta þjónustuna með þeim hætti að slík notkun hafi skaðleg áhrif á Studio Mango  viðskiptahagsmuni Studio Mango  umhverfi, búnað og kerfi Studio Mango eða truflar kerfisrekstur Studio Mango og eftir atvikum viðskiptavina félagsins.
Fari umferð á vefsvæði yfir það sem eðlilegt getur talist, að mati sérfræðinga Studio Mango  skal endurskoða lausnina sem notast er við og viðeigandi þjónustupakki settur upp.
Ábyrgð á því að passa upp á lykilorð er hjá viðskiptavini.

7. Hugbúnaður

7.1 Nýting hugbúnaðar
Í sölu á hugbúnaði felst einungis réttur til notkunar á hugbúnaðinum en ekki eignaréttur. Viðskiptavini er með öllu óheimilt að framselja hugbúnað með nokkrum hætti, afrita hugbúnað, leyfa fleiri notendum afnot af hugbúnaðinum en samningur kveður á um, breyta eða fela öðrum að breyta hugbúnaðinum, brjóta niður hugbúnaðinn (e. reverse engineering of software), fjarlægja forrit úr hugbúnaðinum eða taka hann í sundur nema lög heimili annað eða
Studio Mango veiti skriflegt samþykki sitt fyrir slíku.

7.2 Nytjaleyfi
Með samningi um kaup á nytjaleyfi veitir Studio Mango viðskiptavini leyfi til að nýta hugbúnað fyrir tilgreindan fjölda notenda í tiltekinn tíma fyrir tiltekna tegund/fjölda af vélbúnaði og er viðskiptavini einungis heimilt nota hugbúnaðinn á þeim vélbúnaði og í þeim mæli sem kveðið er á um í samningi á milli aðila. Viðskiptavinur greiðir leyfisgjald vegna nytjaleyfa er byggir á þeim réttindum eða þjónustuþáttum sem tilgreindir eru í samningi, þ.m.t. uppfærslugjald og gjald fyrir uppsetningu búnaðar. Leyfisgjöld eru háð breytingum í samræmi við ákvæði 4.6 í viðskiptaskilmálum þessum, nema um annað sé samið á milli aðila.

7.3 Uppfærslusamningar
Viðskiptavinur á ekki sjálfkrafa rétt til uppfærslna og yfirfærslur í nýjar útgáfur af hugbúnaði, en aðilar geta samið um slíkan rétt gegn greiðslu. Vinna og þjónusta af hálfu Studio Mango við uppfærslur er ekki innifalin í uppfærslugjöldum nema um slíkt sé sérstaklega samið. Fyrir slíka vinnu verður gjaldfært í samræmi við gjaldskrá Studio Mango eins og hún er á hverjum tíma. Uppfærslugjöld eru háð breytingum í samræmi við ákvæði 4.6 í
viðskiptaskilmálum þessum, nema um annað sé samið á milli aðila. Um uppsögn á uppfærslusamningi fer samkvæmt ákvæði 3.3 og 3.4 í viðskiptaskilmálum þessum. Segi viðskiptavinur upp uppfærslusamningi afsalar hann sér þar með nytjaleyfi að nýjum útgáfum hugbúnaðar og uppfærslum sem út kunna að koma eftir að uppsögnin gengur í gildi. Þá afsalar viðskiptavinur sér einnig mögulegum rétti til leiðréttingar á villum sem upp kunna að koma eftir að uppsögn tekur gildi. Með uppsögninni afsalar viðskiptavinur sér ekki nytjaleyfi á hugbúnaði eins og hann er þegar uppsögnin tekur gildi.
Studio Mango lofar ekki ákveðinni tíðni nýrra útgáfa af hugbúnaði.

8. Sértæk ákvæði um ábyrgð á þjónustu og hýsingu

Studio Mango ber ábyrgð á að þjónusta sem veitt er sé fullnægjandi og í samræmi við samning aðila. Studio Mango ábyrgist ekki að afrit gagna á grundvelli afritunarsamninga sé alltaf fullkomin enda hefur Studio Mango ekki möguleika á að sannreyna afrit nema sérstaklega sé um það samið.
Studio Mango ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna gagnataps, niðritíma búnaðar eða töfum vegna þjónustunnar, nema tjón verði rakið til ásetnings eða stórkostlegs gáleysis Studio Mango eða starfsmanna Studio Mango  Studio Mango ber ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur eða þriðji aðili sem ekki er á vegum Studio Mango veldur. Studio Mango ber ekki ábyrgð á töfum, skaða, niðritíma eða svartíma þriðja aðila.

8.1 Sértæk ákvæði um ábyrgð á hugbúnaði
Studio Mango ábyrgist að uppsetning á stöðluðum hugbúnaði virki eins og við má búast, í samræmi við kynningarefni hugbúnaðarins, fyrir þá útgáfu hugbúnaðarins sem í boði er á þeim tíma sem salan fer fram og með þeim vélbúnaði, stýrikerfi og öðrum kerfishugbúnaði sem tilgreint er.

Notendaskilmálar hugbúnaðar teljast samþykktir við opnun og uppsetningu hugbúnaðarins í fyrsta sinn. Ábyrgð tryggir ekki að hugbúnaður verði laus við allar truflanir eða villulaus. Á líftíma hugbúnaðarins mun reynast nauðsynlegt að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um uppfærslur. Ef úrlausn vandamáls felst í því að fylgja leiðbeiningum framleiðanda sem aðgengilegar eru almenningi mun vinna vegna þess ekki falla undir ábyrgð og er þá innheimt samkvæmt gjaldskrá. Ef viðskiptavinur óskar eftir þá setur Studio Mango upp og prófar hugbúnað á búnaði viðskiptavinar. Viðskiptavinur greiðir fyrir slíka uppsetningu og prófanir skv. gjaldskrá hverju sinni, nema um annað sé sérstaklega samið. Kjósi viðskiptavinur að setja upp og prófa hugbúnað sjálfur þá ber Studio Mango ekki ábyrgð á tjóni eða vandkvæðum sem rekja má til uppsetningar og prófana viðskiptavinar.
Notkun hugbúnaðarins er á ábyrgð viðskiptavinar og tekur Studio Mango enga ábyrgð á að hugbúnaðurinn sé ætlaður til tiltekinna nota eða vinni í eða með tilteknu umhverfi hug- eða vélbúnaðar að öðru leyti en tilgreint er í samningi. Ábyrgð Studio Mango á hugbúnaði fellur niður ef þriðji aðili gerir breytingar á tækniumhverfi, gagnagrunni eða hugbúnaði viðskiptavinar án þess að skriflegt samþykki Studio Mango liggi fyrir slíkum breytingum.

9. Almennar ábyrgðartakmarkanir

Ábyrgð á hvers kyns búnaði gildir aðeins á Íslandi. Ábyrgð á þjónustu gildir þar sem þjónustan er veitt. Öll þjónusta sem tengist hýsingu í gagnaverum Studio Mango skal álitin veitt hér. Studio Mango ábyrgist ekki tiltekinn árangur af notkun vöru og/eða þjónustu. Viðskiptavinur á engar kröfur á hendur Studio Mango vegna eiginleika eða skorts á eiginleikum hins keypta, enda hafði hann möguleika á að kynna sér eiginleika og takmarkanir hins keypta með lestri leiðbeininga eða lýsinga sem fylgja hinu keypta eða eru almennt aðgengilegar, t.d. á vefsíðu Studio Mango
Ábyrgð nær ekki til kostnaðar sem hlýst af breytingum annarra en starfsmanna Studio Mango á vélbúnaði eða uppsetningu stýrikerfis.

Ábyrgð nær ekki til kostnaðar vegna endurheimtu gagna eða enduruppsetningu notendahugbúnaðar.

Viðskiptavini er óheimilt nema að fengnu samþykki Studio Mango að fá þriðja aðila til að sinna þjónustu er varðar þá þjónustuþætti sem samningur fjallar um. Studio Mango ber ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur eða þriðji aðili sem ekki er á vegum Studio Mango veldur. Studio Mango ber ekki ábyrgð á töfum, skaða,niðritíma eða svartíma þriðja aðila. Studio Mango ber eingöngu ábyrgð á beinu tjóni viðskiptavinar sem gera má ráð fyrir að sé bein afleiðing af galla á vörunni. Studio Mango ber í engu tilviki ábyrgð á rekstrartapi viðskiptavinar og/eða þriðja aðila, né heldur afleiddu tjóni slíkra aðila, þ.m.t. glötuðum ágóða eða ráðgerðum sparnaði, hvort sem tjónið er rakið til galla, skemmda eða eyðileggingar á hinu keypta eða til annarra ástæðna, jafnvel þó að Studio Mango hafi verið tilkynnt um möguleikann á slíku tjóni. Að öðru leyti en fram kemur í þessum skilmálum undanskilur Studio Mango sig ábyrgð á öllu tjóni sem verður á persónum, fasteignum og lausafé og kann að stafa af búnaði eða þjónustu sem Studio Mango hefur útvegað eða veitt, nema tjón verði rakið til stórkostlegs gáleysis eða ásetnings Studio Mango og tjón sé sennilega afleiðing af þeirri háttsemi.
Utan þess sem greinir í skilmálum þessum skal ábyrgð Studio Mango vegna hvers konar mistaka, villna, vanrækslu, truflana, tafa, tjóns eða galla á þjónustu, hugbúnaði sem verður í tengslum við samning aðila, takmarkast við jafnvirði þeirrar þóknunar sem viðskiptavinur hefur sannanlega greitt til Studio Mango fyrir þá tilteknu þjónustu eða hugbúnað eða sem tjónið tengist á síðustu þremur mánuðum fyrir það atvik sem orsakaði umrætt tjón.

10. Skaðleysi

Viðskiptavinir skuldbinda sig til að fara að landslögum og opinberum stjórnvaldsákvörðun. Þá skuldbinda viðskiptavinir sig til að virða réttindi þriðja aðila og brjóta ekki gegn slíkum réttindum, hvort sem um er að ræða höfundarrétt, eignarrétt, nýtingarrétt eða hvers kyns annars konar réttindi. Komi til brota samkvæmt framansögðu sem veldur Studio Mango með einhverjum hætti tjóni skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að halda Studio Mango að fullu skaðlausu gegn slíku tjóni. Skyldur viðskiptavinar til að halda Studio Mango skaðlausu í slíkum tilfellum gildir ekki ef Studio Mango hefur með einhverjum hætti stuðlað að brotum viðskiptavinar.
Komi fram krafa gagnvart viðskiptavini frá þriðja manni um að vara brjóti gegn réttindum hans mun Studio Mango halda viðskiptavini skaðlausum af slíkri kröfu að því tilskildu að viðskiptavinur tilkynni Studio Mango um kröfuna strax og honum er kunnugt um hana og veiti því rétt til að ákvarðanatöku um hana. Veiti viðskiptavinur Studio Mango rétt til ákvarðanatöku um slíka kröfu tekur Studio Mango ákvörðun um hvort það breytir vörunni, útvegar viðskiptavini aðra sambærilega vöru eða semur við þriðja aðila um leyfi til að notkunar á vörunni.
Skyldur Studio Mango samkvæmt þessari grein gilda ekki ef viðskiptavinur heldur áfram notkun vöru eftir að Studio Mango hefur boðið úrbætur samkvæmt framansögðu eða ef brot eða ætlað brot er afleiðing þess að hann hefur breytt vörunni eða notað hann á eða með öðrum búnaði sem ekki fellur að skilmálum samnings.

11. Óviðráðanleg atvik – Force Majeur

Hvorki Studio Mango né viðskiptavinir þess eiga rétt til skaðabóta á hendur gagnaðila þegar vanefndir orsakast af óviðráðanlegum eða ófyrirséðum atvikum sem ekki eru til staðar við samningsgerð, svo sem vinnudeilum, styrjöldum, uppreisnum, náttúruhamförum, aðgerðum stjórnvalda á sviði gjaldeyris- og viðskiptamála, breytingum stjórnvalda á lögum og reglugerðum, viðskiptabönnum, hafnbönnum, almennum samgönguhindrunum, orkuskorti og sambærilegum óviðráðanlegum atvikum í samskiptum við undirverktaka.

12. Hugverkaréttur

Í þeim tilvikum þar sem Studio Mango selur eigin hugbúnað þá er Studio Mango eigandi og einkaréttarhafi að höfundarrétti og hvers kyns öðrum réttindum á sviði hugverka og auðkennaréttar, hvort sem um er að ræða vörumerkjarétt, hönnunarrétt, einkaleyfisrétt, eignarrétt að atvinnuleyndarmálum, sérþekkingu (e. know-how) eða önnur réttindi, hvaða nafni sem þau kunna að nefnast er lúta að hugbúnaðnum. Sama gildir um allar síðari viðbætur við hugbúnaðinn sem Studio Mango leggur til eða öðlast með framsali.
Hugbúnaður og leyfisforrit frá öðrum en Studio Mango er selt á forsendum framleiðandans eða eiganda réttindanna. Yfirleitt er um að ræða sölu á einkaleyfisbundnum, óframseljanlegum réttindum til notkunar þannig að eignarréttur til hugbúnaðarins er ekki seldur, heldur aðeins réttindin til að nota hann.

Studio Mango er heimilt að endurnota allar hugmyndir, hugverk, sérþekkingu og aðferðir sem stafa af þeirri þjónustu sem innt er af hendi og verkefnaviðaukum hans sem Studio Mango hefur þróað eða útbúið í samvinnu við viðskiptavin. Studio Mango staðfestir og ábyrgist að félagið sé og verði réttur eigandi og/eða leyfishafi að þeim þáttum kerfis og einstökum hlutum þess sem Studio Mango veitir viðskiptavini afnotarétt (nytjaleyfi) að, sem og gagnvart hugverkaréttindum og skyldum réttindum þriðja aðila að þeim búnaði og gögnum sem kerfið geymir hverju sinni, þ.m.t. hugbúnaði og trúnaðarupplýsingum, sem nú eða síðar kunna að tengjast kerfinu.

Skapist óvissa um réttindi yfir hugbúnaði skal Studio Mango ákveða hvort félagið breytir hugbúnaðinum, útvegar viðskiptavini annan sambærilegan hugbúnað eða semur við þriðja aðila um leyfi til að nota hugbúnaðinn á meðan deila stendur yfir. Skyldur Studio Mango samkvæmt þessari grein gilda ekki ef viðskiptavinur heldur áfram notkun hugbúnaðarins eftir að Studio Mango hefur boðið úrbætur samkvæmt framansögðu eða ef brot eða ætlað brot er afleiðing þess að hann hefur breytt hugbúnaðinum eða notað hann með öðrum búnaði sem ekki fellur að skilmálum samnings. Hugbúnað í eigu Studio Mango er óheimilt að endurleigja eða lána til þriðja aðila með eða án endurgjalds.

13. Vanefndir og vanefndaúrræði

Til vanefnda af hálfu viðskiptavinar og Studio Mango teljast hvers kyns brot á skilmálum þessum og samningum á milli Studio Mango og viðskiptavinar, þar með talið hvers kyns greiðsludráttur. Studio Mango áskilur sér rétt til að hætta að veita og eftir atvikum loka þjónustu og krefjast opnunargjalds ef opna á fyrir hana á nýjan leik 14 dögum eftir tilkynning um vanefnd hefur verið send viðskiptavini. Við greiðsludrátt áskilur Studio Mango sér rétt til að reikna dráttarvexti á útistandandi fjárhæð frá eindaga til greiðsludags í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá leggst greiðslu og tilkynningargjald á útistandandi fjárhæðir. Til verulegra vanefnda af hálfu viðskiptavinar teljast eftirfarandi: Greiðsludráttur sem varir í meira en 30 daga frá því að greiðsluáskorun hefur verið send; Vanefnd sem varir í meira en 30 daga frá dagsetningu skriflegrar tilkynningar frá Studio Mango um efnisatriði máls; Brot á ákvæði 7.1 og 7.2 í skilmálum þessum; Ef viðskiptavinur notar búnað með öðrum hætti en notkunarskilmálar eða aðrar útgefnar leiðbeiningar um meðferð hans kveða á um; Ef viðskiptavinur notar búnað umfram það sem umsamið er í samningi; eða Ef aðrir en starfsmenn Studio Mango hafa án undanfarandi samþykkis Studio Mango veitt búnaði þjónustu. Ef um verulega vanefnd af hálfu viðskiptavinar er að ræða áskilur Studio Mango sér rétt til að grípa til eftirfarandi ráðstafana án sérstakrar viðvörunar, saman eða sitt í hvoru lagi: Einhliða riftunar samnings; Taka hugbúnað í sína vörslu eða gera hann ónothæfan; Innheimta allar gjaldfallnar og ógjaldfallnar greiðslur; eða Beita öðrum vanefndaúrræðum eftir því sem við á. Rifti Studio Mango samningi skal viðskiptavinur þegar í stað hætta öllum notum á hugbúnaði og afmá hann af öllum vélbúnaði viðskiptavinar. Skulu öll gögn er tilheyra hugbúnaðinum afhent tafarlaust til Studio Mango  Viðskiptavini er heimilt að rifta samningi ef um verulega vanefndir Studio Mango er að ræða sem varað hafa í 60 daga og Studio Mango hefur ekki bætt úr þrátt fyrir formlega áskorun viðskiptavinar.

14. Gjaldþrot

Samningur fellur sjálfkrafa úr gildi við gjaldþrot annars hvors samningsaðila. Verði öðrum samningsaðila veitt heimild til greiðslustöðvunar eða til nauðasamningsumleitana við lánardrottna sína er uppsagnarfrestur gagnaðila samnings þessa einn mánuður þar til fjárhagslegri endurskipulagningu viðkomandi aðila er formlega lokið. Verði viðskiptavini veitt heimild til greiðslustöðvunar eða til nauðasamningsumleitana við lánardrottna sína getur Studio Mango krafist þess að sett verði trygging fyrir efndum samnings á því tímabili sem fjárhagsleg endurskipulagning viðskiptavinar stendur yfir. Verði ekki orðið við slíkri kröfu getur Studio Mango rift samningnum.

15. Upplýsingaöryggi og trúnaðarskyldur

Í þeim tilfellum þar sem persónulegar upplýsingar eru skráðar t.d. vegna starfsumsókna, pantana eða beiðna um frekari upplýsingagjöf, þar sem viðskiptavinur þarf að skrá nafn sitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Studio Mango sig til þess að fara að lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og ekki miðla á nokkurn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar. Studio Mango skal gæta fyllsta trúnaðar varðandi gögn og málefni sem því verður kunnugt um viðskiptavin og skjólstæðinga hans. Samningur á milli aðila er trúnaðarmál og skal því aðeins dreift til þeirra sem hafa með framkvæmd hans að gera og aðeins að því marki sem nauðsynlegt er. Starfsmenn Studio Mango undirrita heit um trúnaðarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptavina Studio Mango sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum viðskiptavinar eða eðli máls. Helst trúnaðarskylda eftir að samningi er lokið.
Viðskiptavinur er bundin trúnaðarskyldu um málefni Studio Mango sem hann fær vitneskju um vegna framkvæmdar samnings og helst trúnaðarskylda eftir að samningi er lokið. Studio Mango kann að vera skylt samkvæmt lögum eða dómsúrskurði að verða við kröfu yfirvalda um afhendingu gagna viðskiptavina í hýsingu, afhendingu upplýsinga sem varða viðskiptasamband við viðskiptavin eða aðgang að vélbúnaði í hýsingu. Komi upp slíkt tilvik skal Studio Mango án tafar upplýsa viðskiptavin um málið. Kostnaður sem fellur á Studio Mango vegna aðgerða yfirvalda gagnvart viðskiptavinum telst vera aukaverk og greiðir viðskiptavinur fyrir slíka vinnu samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni.

16. Persónuvernd

Að svo miklu leyti sem samningur kann að taka til vinnslu persónuupplýsinga fyrir viðskiptavin telst Studio Mango vera vinnsluaðili og viðskiptavinur ábyrgðaraðili í skilningi laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við slíka vinnslu er vinnsluaðila einungis heimilt að starfa í samræmi við fyrirmæli ábyrgðaraðila nema lög mæli fyrir á annan veg. Skyldur ábyrgðaraðila samkvæmt fyrrgreindum lögum gilda einnig um þá vinnslu sem vinnsluaðili annast.

17. Varðveisla gagna og aðrar skyldur við lok samnings

Studio Mango varðveitir ekki gögn viðskiptavinar eftir að gildistíma samnings er lokið eða honum hefur verið sagt upp af öðrum orsökum. Hvíli skylda á viðskiptavini að varðveita gögn á grundvelli ákvæða laga eða samninga, eins og t.d. varðveisla bókhaldsgagna á grundvelli laga um bókhald, sem Studio Mango hefur haft til varðveislu skuldbindur viðskiptavinur sig til þess að varðveita sjálfur eintök af þeim gögnum. Studio Mango ber ekki ábyrgð á að varðveita umrædd gögn fyrir hönd viðskiptavinar eftir samningslok. Við lok samnings skulu viðskiptavini afhent leyfi og forrit sem hann sannarlega átti við upphaf samningsins og önnur leyfi og forrit sem hann hefur keypt á þjónustutíma, nema um annað hafi verið samið. Öll vinna sem Studio Mango sinnir vegna samningsloka er unnin í tímavinnu.

18. Framsal réttinda

Viðskiptavinur getur ekki framselt réttindi sín samkvæmt samningi án skriflegs samþykkis Studio Mango  Heimildarlaust framsal hefur hvorki gildi gagnvart Studio Mango né kaupanda.

19. Lög og varnarþing

Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem Studio Mango gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu Studio Mango og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.

Okkar sérgrein

Við gerum hugmyndir að veruleika með hönnun og smíði stafrænnalausna sem gera viðskiptavinum okkar kleift að skara fram úr með framsækinni, stafrænni upplifun
Stafræn vöruþróun
Viðmótshönnun
Hreyfihönnun
Sérsniðnar Wordpress lausnir
WooCommerce tenging við DK+
Webflow lendingarsíður
Gagnvirkar auglýsingar